Það er heldur betur að hita í kolunum og nú stefnir í stórfund um þéttingu byggðar í Grafarvogi í Borgum við Spöngina nk. fimmtudag, 20. mars kl. 17. Á fundinum verða drög að tillögu að aðalskipulagsbreytingu um fjölgun íbúða í grónum hverfum kynnt. Stóra spurningin núna er þessi: Ætlum við Grafarvogsbúar að láta þetta yfir okkur ganga og kyngja þessu þegjandi og hljóðalaust eða malda í móginn?
Við birtum hér tvær myndir frá Arnóri Valdimarssyni, Verndum Voginn, þar sem hann greinir frá fyrirhugaðri íbúðabyggð á milli Melavegar og Borgavegar en þar er núna mjög fjölfarinn göngu- og hjólastígur - sem tengir m.a. við Gufunesið. (Og gerum ráð fyrir að hér sé rétt með farið).
Samkvæmt þessu má hvergi sjá auðan blett án þess að menn rífi ekki upp teikniblokkina.
Nei, sko, þarna er auður, grænn blettur með hjóla- og göngustígum á milli Melavegs og Borgarvegs. Þetta gengur ekki ekki; hvar er skóhornið og teikniblokkin....?
Takk fyrir skóhornið. Sko, sjáið nú hvað hægt er að gera, íbúðir alveg ofan í götuna og umferðina.
Vel á minnst. Jólatré er þarna á auðventunni. Er ekki hægt að byrja strax svo jólatré þurfi ekki að standa þarna öllum til yndisauka á aðventunni. Þessi tré eru líka frekar plássfrek - nánast á við 90 fermetra íbúð. Það gengur ekki.