Þetta reyndist erfið helgi
hjá Fram og Fjölni í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Bæði liðin töpuðu og kom tap Framara í Úlfarsárdalnum á móti Njarðvíkingum 0-1 verulega á óvart en Njarðvíkingar spila í Lengjudeildinni. Fjölnir tapaði fyrir Vestra 0-1 en Vestri spilar í Bestu deildinni.
Vængir Júpíters sigruðu hins vegar lið Uppsveita í C-deild karla; 3-0. Vel gert!
Framarar fóru vel af stað í Lengjubikarnum og unnu tvo fyrstu leikina, á móti Breiðablik og Völsungum, en hafa tapað tveim síðustu; á móti Fylki í Árbænum og Njarðvíkingum á Lambhagavellinum.