Séra Vigfús Þór Árnason látinn

28. febrúar 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
Séra Vig­fús Þór Árna­son, fyrrverandí sóknarprestur í Grafar­vogi, lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans í Kópa­vogi í gær, 27. fe­brú­ar, 78 ára að aldri. Hann fædd­ist í Reykja­vík 6. apríl árið 1946 og ólst upp í Hlíðunum og síðan í Vog­un­um. Morgunblaðið greinir frá andláti hans í morgun. 

Engum manni á sóknin í Grafarvogi jafn mikið að þakka og séra Vigfúsi. Hann var settur inn í embætti sóknarprests í Grafarvogsprestakalli sunnudaginn 22. október 1989 og byggði hina ungu sókn upp frá grunni og kom mjög að bygggingu kirkjunnar, djásni Grafarvogs, ásamt mjög öflugu og dugmiklu fólki í sókninni. 

Grafarvogur.net vottar Elínu Pálsdóttur, eiginkonu Vigfúsar, stoð hans og styttu, innilegrar samúðar sem og fjölskyldunni allri. Elín hefur unnið ómetanlegt starf fyrir sóknina og kirkjuna og verið fremst í flokki í Safnaðarfélaginu.

Myndin hér að ofan er fengin úr bókinni Grafarvogssókn 25 ára og sýnir séra Vigfús við útimessu í Grafarvogi ásamt Guðrúnu Karls Helgudóttur.

Hér má sjá frétt Morgunblaðsins í morgun um andlát séra Vigfúsar.
Share by: