Séra Vigfús Þór Árnason, fyrrverandí sóknarprestur í Grafarvogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 27. febrúar, 78 ára að aldri. Hann
fæddist í Reykjavík 6. apríl árið 1946 og ólst upp í Hlíðunum og síðan í Vogunum. Morgunblaðið greinir frá andláti hans í morgun.
Engum manni á sóknin í Grafarvogi jafn mikið að þakka og séra Vigfúsi. Hann var settur inn í embætti sóknarprests í Grafarvogsprestakalli sunnudaginn 22. október 1989 og byggði hina ungu sókn upp frá grunni og kom mjög að bygggingu kirkjunnar, djásni Grafarvogs, ásamt mjög öflugu og dugmiklu fólki í sókninni.
Grafarvogur.net
vottar Elínu Pálsdóttur, eiginkonu Vigfúsar, stoð hans og styttu, innilegrar samúðar sem og fjölskyldunni allri. Elín hefur unnið ómetanlegt starf fyrir sóknina og kirkjuna og verið fremst í flokki í Safnaðarfélaginu.
Myndin hér að ofan er fengin úr bókinni Grafarvogssókn 25 ára
og sýnir séra Vigfús við útimessu í Grafarvogi ásamt Guðrúnu Karls Helgudóttur.