Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, segir frá því á FB-síðu sinni að þau hjón hafi fengið þann heiður að taka á móti fyrstu pörunum af mottumars-sokkunum þegar fulltrúar Krabbameinsfélagsins komu á Bessastaði ásamt hönnuðum sokkanna.
„Innblástur var sóttur í smiðju listamannsins Prins Póló og eru sokkarnir hannaðir af Berglindi Häsler, ekkju Svavars Péturs og eiganda Havarí, í samstarfi við Björn Þór Björnsson (Bobby Breiðholt).
Markmiðið er sem fyrr að að efla baráttuna gegn krabbameini í körlum, en þriðji hver karlmaður greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Í ár er áhersla Mottumars á tenginguna á milli lífsstíls og krabbameina. Endilega kynnið ykkur málið og frestum því ekki að huga að heilsunni. Því eins og Prinsinn sjálfur sagði: Nú er góður tími!,“ skrifar forseti Íslands, Halla Tómasdóttir.
Sokkarnir er hannaðir af Berglindi Häsler, ekkju Svavars Péturs og eiganda Havarí, í samstarfi við Björn Þór Björnsson (Bobby Breiðholt).
Krabbameinsfélag Íslands afhendir fyrstu pörin af mottumarssokkunum 2025 á Bessastöðum.