Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga 2024-25 hófst í gærkvöldi
í Rimaskóla með sjöttu umferð í úrvalsdeild. Fjölnismenn herða tökin og halda áfram að sigla lygnan sjó í átt að titilvörn sinni á Íslandsmóti Skákfélaga.
Fjölnismenn lögðu TG að velli en á sama tíma töpuðu einu sveitirnar sem áttu fræðilegan möguleika á að ná Fjölnismönnum, TR og KR, sínum viðureignum.
Fjölnismenn hafa 5 stiga forskot og þörf er á kraftaverki svo þeir verji ekki Íslandsmeistaratitil sinn. Áfram Fjölnir!
Teflt er í Rimaskóla í kvöld, föstudagskvöld, og um helgina á laugardag og sunnudag.