Valtað yfir vilja Grafarvogsbúa og engu skeytt um mótmælin

3. apríl 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Valtað yfir vilja Grafarvogsbúa! Full­trú­ar meiri­hlut­ans í borg­ar­ráði Reykja­vík­ur samþykktu að veita vil­yrði fyr­ir upp­bygg­ingu fé­lags­legra íbúða á fyr­ir­huguðum þétt­ing­ar­reit­um í Grafar­vogi. Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins kusu á móti til­lög­un­um. Sagt er frá þessu í frétt á mbl.is  núna síðdegis. Sjá fundargerð borgarráðs frá því í dag.


Þétting byggðar í grónum hverfum í Grafarvogi er mikið hitamál í Grafarvogi og er skemmst að minnast fund embættismanna með íbúum 20. mars sl. þar sem íbúar í Grafarvogi troðfylltu salinn í Borgum og mótmæltu tillögum að breyttu aðalskipulagi sem kynntar voru á fundinum. Svo mikil var andstaðan að allt fór í háaloft á fundinum. Þar mælti Alexandra Briem meðal annars og sagði að svo kröftug mótmæli kæmu henni á óvart og að tekið yrði tillit til sjónarmiða íbúa.


Tími til að leggja fram athugasemdir var upphaflega til 10. apríl en síðan hefur sá frestur verið framlengdur.


Fram kemur í fréttinni á mbl.is að meiri­hlut­inn í borgarráði hafi samþykkti að veita Fé­lags­bú­stöðum vil­yrði fyr­ir bygg­ing­ar­rétti á allt að átta íbúðum á nýju þró­un­ar­svæði við Hvera­fold 7. Á sama þró­un­ar­svæði var samþykkt að veita Bjargi íbúðafé­lagi vil­yrði fyr­ir bygg­ing­ar­rétti á allt að 16 íbúðum.

Hverafold 7 er þessi litli blettur fyrir neðan verslunarmiðstöðina Torg. Þarna er íbúðum troðið niður alveg ofan í þau fjölbýlishús sem þarna eru fyrir en billinn stendur á stæði fyrir framan þau.

Þá segir ennfremur í frétt mbl.is. „Meiri­hlut­inn samþykkti einnig að veita Bjargi íbúðafé­lagi vil­yrði fyr­ir bygg­ing­ar­rétti á allt að 18 íbúðum á nýju þró­un­ar­svæði við Star­engi og vil­yrði fyr­ir bygg­ing­ar­rétti á allt að 14 íbúðum á nýju þró­un­ar­svæði við Veg­hús. Þá samþykkti meiri­hlut­inn að veita Bú­seta hús­næðis­sam­vinnu­fé­lagi vil­yrði fyr­ir bygg­ing­ar­rétti á allt að 52 íbúðum á nýju þró­un­ar­svæði við Sól­eyj­arima.


Borg­ar­ráðsfull­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, Hild­ur Björns­dótt­ir og Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, höfnuðu öll­um til­lög­um á meðan borg­ar­ráðsfull­trú­ar meiri­hlut­ans samþykktu þær all­ar. Ein­ar Þor­steins­son, borg­ar­ráðsfull­trúi Fram­sókn­ar, sat hjá við af­greiðslu.


„Hluti af þróun hús­næðis­upp­bygg­ing­ar í Grafar­vogi eru reit­ir þar sem fyr­ir­hugað er að byggja upp óhagnaðardrifið hús­næði í sam­starfi við óhagnaðardrif­in upp­bygg­ing­ar­fé­lög og tryggja þannig fjöl­breytt­um tekju­hóp­um og tekju­lág­um þak yfir höfuðið og aðgengi að ör­uggu íbúðar­hús­næði í lang­tíma­leigu sem og bú­setu­rétt­ar­legu sam­hengi,“ sagði meðal ann­ars í bók­un­um meiri­hlut­ans við all­ar til­lög­ur.


Borg­ar­ráðsfull­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins sögðu að áformin væru gerð þvert á vilja íbúa.

Við Sóleyjarrima fyrir neðan Isavia (gamla Gufunesradíó). Bú­seti hús­næðis­sam­vinnu­fé­lag fær vil­yrði fyr­ir bygg­ing­ar­rétti á allt að 52 íbúðum.

Alexandra Briem borgarfulltrúi sagði á hitafundinum í Borgum að tekið yrði tillit til sjónarmiða íbúa og fundarmanna.

Share by: