TVÍSÝNIR TÍMAR HJÁ FISKVINNSLUM! Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood International (ISI), mætti til okkar Sigurðar Más Jónssonar í hlaðvarpið okkar HLUTHAFASPJALLIÐ og það fór ekki á milli mála að hann hefur áhyggjur af stöðu fiskvinnslunnar á Íslandi eftir að ríkisstjórnin boðaði tvöföldun veiðigjalda.
Hann segir að ofan á vandann við tvöföldun veiðigjalda bætist að erlendar ríkisstyrktar fiskvinnslaur innan ESB herji núna á fiskmarkaði á Íslandi og flytja fiskinn óunnin út, t.d. til Póllands. Fyrir vikið fá íslenskar fiskvinnslur, sem reiða sig á fiskmarkaðina hér heima verulega minni afla til að vinna úr, og telur hannl að einhverjar þeirra muni gefast upp og að þeim muni augljóslega fækka. Þetta sé fiskvinnslur víða um landið.
„Ég giska á að það séu um sjö til átta þekktar fiskvinnslur á Íslandi sem eingöngu reiða sig á fiskmarkaðina,“ segir Ægir Páll og þær finna fyrir þessu. „Þetta eru fyrirtæki sem hafa verið að gera mjög góða hluti og skapað fjölda fólks vinnu.“
Fram kemur í spjallinu að útgerðirnar í landinu hafi líklegast keypt yfir 95% aflaheimilda sinna frá því framsaliið var leyft en sjávarútvegurinn var sjálfur látinn taka á sig skellinn þegar vinna þurfti sig úr hinu stórkostlea offramboði á skipum og vinnslustöðvum á áttunda og níunda áratugnum þegar „svartar skýrslur“ um afkomu fyrirtækja voru nánast daglegar fréttir.
Þá var brugðist við með framsali aflaheimilda til að góð fyrirtæki gætu keypt þau verr settu út úr greininni og hagræðingin í greininni hófst fyrir alvöru - og um leið varð samþjöppun í greininni.