Skáklífið blómstrar.
Það er ekki hægt annað en dást að hinu ótrúlega öfluga skáklífi ungmenna í Grafarvogi og innan skákdeildar Fjölnis. Maðurinn á bak við þetta allt saman er auðvitað
Helgi Árnason, fyrrum skólastjóri í Rimaskóla, sem hefur unnið að því af líf og sál við að breiða út skáklistina og kveikja áhuga ungmenna á íþróttinni til margra ára - sem hefur skilað sér í nokkrum stórmeisturum sem við Grafarvogsbúar eigum.
Helgi heldur utan um vikulegar skákæfingar og sinnir krökkunum af kostgæfni. Jafnframt er hann duglegur við að setja inn fréttir á Facebook - skákdeild Fjölnis - um æfingar og keppnir.
Nýlega var hann með frétt með fyrirsögninni: Jafnt í verðlaunum - stelpur og strákar.
Þar sagði: „50 þátttakendur mættir og 6 leiðbeinendur. Allt gengur þá smurt fyrir sig. Skúffukaka, 22 verðlaun og happdrætti. Líkt og áður skipta stelpur og strákar nokkuð jafnt á milli sín verðlaunum. Þannig reyndist það líka í gær.“
Og áfram: „Rökkvi
var sigurvegari dagsins, vann allar skákirnar sínar. Aðrir í verðlaunasætum voru þau Ingi Hrafn, Elsa Margrét, Sigrún Tara, Tristan Fannar, Ómar Jón, Tara Líf, Emilía S., Karen Birta og Walter.
Síðustu „heiðursblöðrurnar“ voru afhentar á þessari 6. skákæfingu á árinu 2025. Þau Ómar Jón og Karen Birta
unnu bláu og bleiku blöðrurnar. Á bókasafni vann Helgi Tómas
allar sínar skákir. Aðrir í verðlaunasætum voru þau Jón Ólafur, Elsa María og Ágústa. Alexander Oliver
hafði umsjón með hópnum að þessu sinni.“
Þetta er auðvitað ekkert annað en frábært – og hafðu þökk Helga fyrir eljuna við að búa til skáksnillinga í Grafarvogi; ár eftir ár!