Einn kunnasti blaðamaður landins, Sigurður Bogi Sævarsson á Morgunblaðinu, býr í Grafarholtinu - blaðamaður í fremstu röð. Hann segir frá því á FB-síðu sinni að hann hafi mætt biskupi Íslands.
„Göngutúr umhverfis Reynisvatn nú síðdegis, hvar biskup Íslands kom á fartinni á móti mér. Hljóp við fót, Guðrún Karls Helgudóttir. Með henni var Júlía Verner, báðar léttar á löppina. Fínasta vorveður og útiveran er nærandi,“ segir hann í texta við myndina.
Sigurður Bogi er Selfyssingur að uppruna og er einstaklega lipur penni – en hann er ekki síður sleipur með myndavélina og átti til dæmis miðopnumynd af Akranesi í Mogganum fyrr í vikunni. Afbragðmynd af Skaganum - en myndina tók hann um borð í vél Gæslunnar TF-SIF.
Skaginn býður góðan daginn. Mynd af FB-síðu Sigurðar Boga en hún prýddi miðopnu Morgunblaðsins sl. mánudag.
Einn helsti fréttahaukur landsins, Sigurður Bogi Sævarsson. Selfyssingur sem býr í Grafarholtinu.