Lengjubikarinn í knattspyrnu er í fullum gangi og hart tekist á – og nokkur óvænt úrslit hafa litið dagsins ljós. Fjölnismenn eru í A-riðli en Framarar í B-riðli.
Framarar hafa farið ágætlega af stað, eru efstir í sínum riðli og unnu Íslandsmeistara Breiðabliks mjög óvænt í sínum fyrsta leik í Fífunni í Kópavogi; 1-3. Þeir unnu einnig næsta leik í Úlfarsárdalnum á móti Völsungum 3-1 en töpuðu svo á móti Fylkismönnum 1-0 í Árbænum sl. föstudagskvöld, 14. febrúar. Framara eiga Njarðvíkinga heima í næsta leik.
Fjölnir fékk mjög erfiðan mótherja í sínum fyrsta leik þegar liðið spilaði á móti Val á Valsvellinum og tapaði 0-4. Næsti leikur var við Þrótt í Reykjavík í Laugardalnum og tapaðist sá leikur 1-3. Næsti leikur Fjölnis verður í Egilshöll á móti Vestra frá Ísafirði.