Litli hluthafinn og arðgreiðslunar!
Við
Sigurður Már Jónsson fengum
Helga Vífil Júlíusson
hlutabréfagreinanda hjá IFS/Reitun til okkar í
HLUTHAFASPJALLIÐ
að þessu sinni. Við ræddum fyrirhugaðar arðgreiðslur félaganna í Kauphöllinni þetta vorið en það sem vekur ef til vill mesta athygli að núna eru sum félög að endurmeta tíðni arðgreiðslna og hugsanlega fá hluthafa glaðning oftar á ári - jafnvel fjórum sinnum. Alls munu félögin í Kauphöllinni greiða út um 80 milljarða að þessu sinni og er mesta arðgreiðslan hjá Kviku banka eða 23 milljarðar króna en hún er auðvitað til komin vegna sölu Kviku á TM til Landsbankans á síðasta ári.