Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn. Þau eru mörg sporin sem verða á vegi manns á morgungöngunni. Það er stundum talað um að börn séu með krummafót þegar þau fara í skóinn öfugan; þ.e. vinstri skóinn á hægri fót og öfugt. En þessi spor í snjónum eru eftir einhvern alvöru Hrafn Hrafnsson; krumma. Svo sem ekkert mjög sporléttur því sporin eru greinileg í snjónum. Hann hylur ekki slóð sína! Hér hefur hann vappað um blessaður í leit að æti. Það detta alltaf einhverjir molar til við íbúðarhúsin - þótt ekkert sé morgunkaffið.