Þær gáfu sér vart tíma til að brosa framan í ljósmyndarann dömurnar dömurnar í blómabúðinni í Spöng í morgun - enda allt vitlaust að gera. Enginn venjulegur sunnudagur í búðinni; konudagurinn runninn upp! Í húsi blóma, heitir jú blómabúðin, og ekki vantaði stemninguna þegar Grafarvogur.net leit þar inn um hálfellefuleytið í morgun.
Látum blómin tala – og þau gleðja vissulega. Þau verða svo sannarlega mörg húsin sem blómstra í borginni í dag – þegar góan tekur við af þorranum; sem var ekki svo erfiður að þessu sinni. Smá snjógusa í upphafi en síðan nánast vorveður.
Konur - Grafarvogur.net óskar ykkur til hamingju með daginn.
Í húsi blóma í Spönginni í Grafarvogi í morgun.
Þessir tóku sig vel út utandyra og buðu gestum góðan daginn í Spönginni í morgun.