Hinn 18 ára gamli
knattspyrnumaður í Fjölni, Jónatan Guðni Arnarsson, hefur samið við sænska félagið Norrköping til næstu fjögurra ára. Jónatan er fæddur í Grafarvogi og alinn upp í Fjölni.
Í frétt frá Fjölni segir að Jónatan hafi farið tvívegis sl. haust til reynslu hjá sænska liðinu og staðið sig frábærlega vel og því ekki furða að félagið hafi nælt sér þennan magnaða leikmann og frábæra dreng.
„Til hamingju Jónatan með nýju vegferðina og til hamingju með 18 ára afmælisdaginn. Við hlökkum mikið til þess að fylgjast með þér vaxa og dafna á nýjum stað,“ segir í frétt frá Fjölni.