Fjölnismaðurinn Oliver Aron skákmeistari Reykjavíkur 2025

17. febrúar 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
Fjölnismaðurinn Oliver Aron Jóhannesson varð á dögunum skákmeistari Reykjavíkur 2025 á Skákþingi Reykjavíkur. Liðsfélagi hans í Fjölni, Dagur Ragnarsson, vann titilinn í fyrra. 

Helgi Árnason, formaður skákdeildar Fjölnis segir í frétt frá skákdeildinni: „Þetta er flott frammistaða þessara Fjölnismanna og fyrrum skólafélaga úr Rimaskóla þegar þeir lönduðu nokkrum NM-titlum.“ 

Þess má geta að Vignir Vatnar Stefánsson fékk flesta vinninga á mótinu en þeirr skilmálar eru á Skákþingi Reykjavíkur að sigurvegarinn verður að vera félagi í taflfélagi/skákdeild í höfuðborginni. Oliver Aron var efstur Reykvíkinga og hlotnaðist því titillinn.

Við óskum Oliver Aron Jóhannessyni til hamingju með titilinn.

Share by: