Þær verða í eldlínunni í þessari viku. Margrét Magnúsdóttir þjálfari U15 landsliðs kvenna hefur valið 5 leikmenn Fjölnis í Hæfileikamótun N1 og KSÍ sem fram fer dagana 26. og 27. febrúar í Miðgarði, Garðabæ.
Stúlkurnar sem um ræðir eru Eyrún Ísabella Aðalsteinsdóttir, Harpa Lind Hermannsdóttir, Júlíana Hrefna Gunnarsdóttir, Svala Margrét Jónsdóttir og Theódóra Ólöf Sigurbjörnsdóttir.
Magnaðar stelpur sem hafa verið að standa sig virkilega vel og eiga sér bjarta framtíð.
Það er fyllsta ástæða til að óska þessum efnilegu stúlkum í Fjölni til hamingju með þennan áfanga og gang þeim allt í haginn.