Við erum orðin góðu vön eftir nánast vorveður undanfarnar vikur. Það kom þ.ess vegna allt að því á óvart þegar smá élagangur var í morgun og það gránaði í Esjunni.
Veðrið verður annars gott á höfuðborgarsvæðinu út vikuna en hann er býsna rigningarlegur um helgina. Meira en það, það verður grenjandi rigning á föstudag, sterk sunnanátt og vætan heldur áfram fram eftir á sunnudegi
Nú,1. mars er á laugardag; þetta er fljótt að líða.
Fallegt verður á morgun og fimmtudag - en spáð grenjandi rigningu á föstudag og um helgina.
Hæglætisveður á morgun og fimmtudag - við erum orðin góðu vön.