á Brotkast.is í umsjón ritstjóranna og gömlu brýnanna, Jóns G. Haukssonar og Sigurðar Más Jónssonar, munu fljóta reglulega með fréttum hér á Grafarvogur.net. Þetta er vikulegt hlaðvarp okkar félaganna um það helsta sem er að gerast í Kauphöllinni og viðskiptalífinu, en við Sigurður kynntumst fyrst í blaðamennsku fyrir um 38 árum þegar við unnum saman.
Í nýjasta hlaðvarpinu, sem tekið var upp í gærdag, ræðum við meðal annars um tilboð Arion banka gagnvart stjórn Íslandsbanka um sameiningu bankanna. Við fórum yfir það að þetta yrði stærsti bankinn – núna verðmetinn á um 500 milljarða – og yrði eitt af stóru félögunum í Kauphöllinni. En vonandi skráir ríkið Landsbankann á markað við tækifæri þó líklegegt verði að norska leiðin yrði farin og að ríkið ætti ætíð ráðandi hlut í bankanum – en það er önnur ella.
Ávinningurinn af sameiningu Arion banka og Íslandsbanka
fæst fyrst og fremst með tvennu móti: Fækkun starfsmanna og lægri fjármögnunarkostnaði bankans; þ.e. betri kjörum í skuldabréfaútboðum og fjármögnun erlendis. En auðvitað sparast líka eitthvað í húsnæði og rekstri tölvukerfa.
Þetta er framboðshliðin – hagkvæmni stórrekstrar. En eftirspurnarhliðin er kannski alveg eins viss með þessa sameiningu og laust við að viðskiptavinir bankanna óttist að fákeppnin verði of mikil með tveimur stórum bönkum í stað þriggja.
Við birtum hér glæru um stöðu bankanna fjögurra á íslenska fjármálamarkaðnum.