Hluthafaspjallið: Er samvinna Íslandsbanka og VÍS upphafið að einhverju öðru meira?

10. febrúar 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

ÍSLANDSBANKI. Í nýjasta Hluthafaspjallinu á Brotkast.is veltum við því fyrir okkur hvort meira liggi á bak við samstarf Íslandsbanka og VÍS (Skagans) en sagt var frá í saklausri fréttatilkynningu frá 25. jan. sl.


Gengi bréfa í bankanum eru í hæstu hæðum þessa dagana. Ennfremur ræðum við hvers vegna Íslandsbanki vill kaupa eigin bréf á sama tíma og til stendur að selja hlut ríkisins í bankanum. Og einnig hvers vegna þurfi nýtt útboð til að selja hlut ríkisins í stað þess að nota markaðinn og Kauphöllina til að selja hlutinn í áföngum?


Það er Alexander Jensen Hjálmarsson, fjármálaráðgjafi sem ræðir þessi mál við okkur Sigurð Má. Akkur - greining og ráðgjöf er nýtt fyrirtæki í hans eigu sem sérhæfir sig í að gefa út verðmat og greiningar fyrir einstaklinga og lögaðila.


Sjá hér: Liggur meira að baki?: https://www.youtube.com/watch?v=81UTcCJ8wWk

Sjá: Hvers vegna að kaupa eigin bréf?  https://www.youtube.com/watch?v=UfqzaOxENgE 

Sjá fréttatilkynningu: https://www.islandsbanki.is/.../islandsbanki-og-vis-i...

Sjá frétt Viðskiptablaðsins: https://vb.is/.../endurkaup-islandsbanka-heilla-fjarfesta/


Haraldur Þórðarson, forstjóri Skagans, í Kauphöllinni í sl. viku þegar því var fagnað að

Skaginn er nú formlega skráður í Kauphöllinni sem nafn móðurfélags VÍS trygginga hf.,

Fossa fjárfestingarbanka hf. og Íslenskra verðbréfa hf.

Share by: