Í nýjasta hlaðvarpsþætti
okkar Sigurðar Más, Hluthafaspjallinu á Brotkast.is, ræðum við muninn á markaðsverði símafyrirtækjanna. Þannig er markaðsvirði Símans sjö sinnum meira en Sýnar – og makaðsvirði Nova er þrisvar sinnum meira en Sýnar. Þetta er mjög sláandi munur og endurspeglar ekki stöðu fyrirtækjanna á símamarkaðnum - þótt Síminn sé þar með mestu markaðshlutdeildina.
Markaðsvirði Símans er 35 milljarðar kr., Nova 16 milljarðar og Sýnar 5 milljarðar. Gengi bréfa í Sýn hafa meira en helmingast í verði á síðustu tólf mánuðum - og gengi bréfanna féll um tæp 29% í nýliðnum febrúar.
Sjá meðfylgjandi klippu um þetta mál í þættinum. - JGH
Við Sigurður Már Jónsson tökum hlaðvarpið okkar, Hluthafaspjallið, ævinlega upp eftir hádegi á fimmtudögum.