AFASTRÁKAR HJÁLPA TIL. Dreifingin á blaðinu mínu Fjármál og ávöxtun gekk bara vel um helgina. Ég fékk afastrákana mína úr Stykkishólmi, þá Alexander Amlin og Ísak Amlin Guðmundssyni, í heimsókn og gistingu um helgina og þeir voru spenntir fyrir blaðinu enda eiga þeir báðir sparibauka og safna grimmt.
En kæru landsmenn; hér er hægt að skoða blaðið á pdf-formi; aðeins að smella í hlekkinn og rúlla í gegnum blaðið í rólegheitum. Auðvelt líka að stækka letrið við lestur á pdf-forminu.
Það var ánægjulegt að sjá að blaðið var uppselt í Bónus í Spönginni í gærdag og bætti ég við blöðum.
Þegar afastrákarnir héldu heim á leið í gær með dóttur minni þá settu þeir nokkur blöð í Bónus í Borgarnesi og heimabænum Stykkishólmi. Þetta eru grallarar og með á nótunum í að safna. Hér má ekki sjást tóm pepsí-dós á heimilinu án þess að hún fari ekki ofan í pokann til þeirra. - JGH