Hvað er í gangi? Bleika gímaldið varð grænt í kvöld

31. mars 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Reykjavíkurborg virðist hafa breytt Bleika gímaldinu við Korpuvöllinn (Thorsvöllinn) í grænt í kvöld. Reiturinn hefur verið merktur bleikur, þ.e. svæði í þróun, í nokkra daga eða a.m.k. frá því að borgarstjóri kynnti málið í síðustu viku.


Grafarvogur.net  fylgdi eftir frétt sinni um málið eftir hádegi í dag og þá var reiturinn merktur bleikur, þ.e. þróunarsvæði. En eftir að við birtum fréttina verður ekki annað séð en að litnum hafi verið breytt í grænan, sem táknar jú framtíðarsvæði.


Það er talað um að skipta litum þegar menn verða rjóðir eða fölir. En hér hefur umdeilt gímald skipt litum - brugðið sér úr bleikum lit í grænan. Og meira að segja dökkgrænan þegar slegið er í það. Til stendur að þar verði áfram 100 íbúðir í framtíðinni - og 515 nýjar íbúðir við Korpuvöllinn á þremur reitum.


Það verður gaman fyrir kylfinga að leggja bílnum við Korpuna í framtíðinni. En líklega er gert ráð fyrir að þeir mæti með settið í strætó.

Að skipta litum. Svæðið var bleikt kl. 15:00 í dag (þróunarsvæði) þegar Grafarvogur.net flutti fréttir af málinu. En eftir fréttina verður ekki annað séð en að bogarstarfsmenn hafa náð í nýjan tússpenna og litað gímaldið grænt, þ.e. sem framtíðarsvæði. Svo sem bitamunur en ekki fjár. Áfram er gert ráð fyrir 100 íbúðum.

Reiturinn varð skyndilega grænn í gærkvöldi - og tengingin við gímald um leið sterkari.

Heiða Björg Hilmisdóttir á fundinum í síðustu viku. Í kostaðri kynningu á FB segir hún að þar hafi farið fram „mikilvægt samtal á milli íbúa og sérfræðinga“ í byggingargeiranum. Það er spurning hvernig það samtal fór fram? Þá var liturinn bleikur en varð grænn í kvöld á reitnum við Thors-völlinn við Korpuvöllinn.

Horft til Korpu af bílastæðinu við Bláu sjoppunni við Starengi. Brátt verður þetta veröld sem var. Til stendur að reisa fjölbýlishús á þessum litla bletti fyrir framan sjoppuna sem birgja mun ökumönnum sýn í stóraukinni umferð framtíðarinnar.

Share by: