BLEIKA GÍMALDIÐ við KORPUVÖLLINN, Thorsvöllinn, mun verða með 100 nýjar íbúðir. Vegna fjölda fyrirspurna til Grafarvogur.net um hvort fréttin geti verið rétt að „lauma“ eigi gímaldi inn á Korpuvöllinn - gegnt Starengi - hefur vefurinn farið í málið í dag og skoðað ýmsa anga þess og svarið er: Já, þetta er rétt!
Ekkert var minnst á þetta á íbúafundinum 20. mars og þess vegna ræða Grafarvogsbúar um það sín á milli að „lauma“ hafi átt þessu inn.
Og það sem meira er: Borgin sér fyrir sér að taka tvo aðra reiti við völlinn og byggja á þeim á næstu árum, reitir sem eru komnir inn á kortið.
Græna gímaldið rétt norðan við klúbbhúsið á Korpúlfsstöðum. Gert er ráð fyrir 300 íbúðum.
Merkt er með grænu að fyrirhugað sé að reisa 300 nýjar íbúðir við 9. braut á LANDINU (níu holu braut á Korpuvellinum) og 115 nýjar íbúðir við 2. braut á SJÓNUM (níu holu braut á Korpuvellinum meðfram sjónum).
Alls eru því 515 íbúðir komnar á kortið við Korpuvöllinn (eða innan svæðis hans kynnu einhverjir að segja) og má ljóst vera að kylfingar í GR verða í framtíðinni að gæta þess að skjóta ekki í byggingarkrana þegar hafist verður handa við þessar byggingaframkvæmdir.
Þá er verslunarsvæði á stærð við Skeifuna fyrirhugað á Korputúni (við hliðina á Korputorgi) og mun það svæði ná alveg niður að Korpu-ánni við flötina á 1. braut á SJÓNUM - flöt sem blasir við þegar ekið er yfir brúna við Korpúlfsstaðaveg. - JGH
Bleiki reiturinn er 115 íbúða byggð alveg ofan í 2. braut á SJÓNUM (níu holu braut á vellinum).
New Paragraph