Bolludagurinn er mánudagurinn í föstuinngangi, 7 vikum fyrir páska, en föstuinngangur kallast síðustu þrír dagarnir fyrir lönguföstu, sem hefst á miðvikudegi með öskudegi.
Flengingar og bolluát bárust líklega til Íslands fyrir dönsk eða norsk áhrif á síðari hluta 19. aldar, líklega að frumkvæði þarlendra bakara sem settust hér að.
Heitið bolludagur er ekki þekkt fyrr en eftir aldamót og mun orðið til hér á landi.
Upphaflega bárust siðirnir að slá köttinn úr tunnunni og að marsera í grímubúningum
frá Danmörku fyrir 1870 en lagðist víðast hvar af eftir aldamótin.
Þessir siðir héldust samt áfram á Akureyri en 1915 færðust þeir yfir á öskudaginn og hafa síðan smásaman breiðst þaðan út aftur sem öskudagssiðir.