Heitið bolludagur sást fyrst á prenti 1910: Flengingar og bolluát; bolla, bolla

3. mars 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
Heitið bolludagur sást fyrst á prenti 1910 en annars var dagurinn oft kallaður flengingardagur. Á árum áður bar miklu meira á að krakkar hér á landi væru með bolluvendi og léku sér að því að flengja með miklum galsa og með orðunum bolla, bolla. En það er veröld sem var.

Bolludagurinn er mánudagurinn í föstuinngangi, 7 vikum fyrir páska, en föstuinngangur kallast síðustu þrír dagarnir fyrir lönguföstu, sem hefst á miðvikudegi með öskudegi.

Flengingar og bolluát bárust líklega til Íslands fyrir dönsk eða norsk áhrif á síðari hluta 19. aldar, líklega að frumkvæði þarlendra bakara sem settust hér að. 

Heitið bolludagur er ekki þekkt fyrr en eftir aldamót og mun orðið til hér á landi.

Upphaflega bárust siðirnir að slá köttinn úr tunnunni og að marsera í grímubúningum frá Danmörku fyrir 1870 en lagðist víðast hvar af eftir aldamótin.

Þessir siðir héldust samt áfram á Akureyri en 1915 færðust þeir yfir á öskudaginn og hafa síðan smásaman breiðst þaðan út aftur sem öskudagssiðir.

Share by: