er af landsbyggðinni ef svo má segja. Formaðurinn, Guðrún Hafsteinsdóttir, er úr Hveragerði, varaformaðurinn, Jens Garðar Helgason, er frá Eskifirði og Vilhjálmur Árnason, ritari flokksins er úr Grindavík. Bæði Guðrún og Vilhjálmur eru þingmenn flokksins í Suðurkjördæmi.
Það var rafmagnað andrúmsloftið á landsfundi flokksins í hádeginu í dag í Laugardalshöllinni þegar tilkynnt var um úrslitin í formannskjörinu. Það var svo sem vitað að þetta yrði jafnt á milli Guðrúnar og Áslaugar Örnu - en ekki svona jafnt. Það munaði aðeins 19 atkvæðum á þeim.
Alls skiluðu 1.858 manns atkvæðaseðli í kosningunni og hlaut Guðrún 931 atkvæði eða 50,11 prósent. Áslaug Arna hlaut 912 atkvæði eða 49,09 prósent. Auðir og ógildir seðlar voru fjórir og þá hlutu aðrir fimmtán atkvæði.
Jens Garðar Helgason hafði betur gegn Diljá Mist Einarsdóttur í kosningunni um varaformanninn. Alls skiluðu 1.750 manns atkvæðaseðli í kosningunni og hlaut Jens Garðar 928 atkvæði eða 53,2 prósent gildra atkvæða. Diljá Mist hlaut 758 atkvæði eða 43,4% prósent gildra atkvæða. Auðir og ógildir seðlar voru fjórir og þá hlaut einn annar eitt atkvæði.
Guðrún Hafsteinsdóttir er fædd 1970, 55 ára að aldri, og úr Hveragerði.
Jens Garðar Helgason er 48 ára Eskfirðingur.
Vilhjálmur Árnason er 41 ára Grindvíkingur.