Fjölnir er Íslandsmeistari í skák 2025, annað árið í röð. Helgi Árnason, fyrrum skólastjóri í Rimaskóla, stofnaði skákdeildina fyrir 21 ári og hefur hið mikla uppbyggingastarf heldur betur skilað árangri. Íslandsmeistarar skákklúbba tvö ár í röð. Glæsilegt. Skákdeild Fjölnis hafði mikla yfirburði og sigraði í öllum tíu viðureignum Úrvalsdeildar líkt og í fyrra.
Oliver Aron Jóhannesson
með besta vinningshlutfall allra keppenda í mótinu - eða með hvorki meira né minna en 9 vinninga af 10 mögulegum!! (8 sigrar og 2 jafntefli.)
Myndin hér að ofan er af nýkrýndum Íslandsmeisturum. Til hamingju Fjölnismenn. Mikið afrek!