Nokkrir Grafarvogsbúar brugðu sér í miðbæjarferð eftir hádegi í gær og skoðuðu Alþingi í boði þingmannanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Diljár Mist Einarsdóttur og Jóns Zimsen. Vel til fundið hjá þeim að bjóða í skoðunarferð um þingið og fara yfir söguna og segja frá húsakynnum þingsins með léttu spjalli í leiðinni. Þau auglýstu einfaldlega að Grafarvogsbúar væru velkomnir í heimsókn á Alþingi á föstudaginn kl. 16:00. Við birtum hér nokkrar myndir frá þessari fínu heimsókn. Auðvitað viljum sjá sem flesta Grafarvogsbúa á Alþingi.
Það var að sjálfsögðu létt yfir mannskapnum - enda Grafarvogsbúar.
Jón Pétur Zimsen með góða ábendingu. Jón er þingmaður fyrir Reykjavík suður. Hann er raunar einn af nokkrum nýjum þingmönnum sem settust á þing eftir kosningarnar í lok nóvember síðastliðinn. Var áður aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla.
Guðlaugur Þór Þórðarson er uppalinn í Borgarnesi en hefur búið lengi í Grafarvogi.
Auðvitað viljum við hafa sem flesta Grafarvogsbúa á Alþingi! Grafarvogsbúar í skoðunarferð á Alþingi seinni partinn í gær í boði Grafarvogsbúanna Guðlaugs Þórs Þórðarson og Diljár Mist Einarsdóttur - og Jóns Péturs Zimsen sem raunar er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og býr ekki í Grafarvogi.