400 þúsund „flugskeyti“: Grafarvogurinn sinnir lofthelgi í Írlandi líka

15. mars 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Umfjöllun okkar um Gufunesradíó sem var á léttu nótunum og snerist mest um talstöðvar og jeppamenninguna í kringum Gufunesradíó hefur undið upp á sig. Við birtum fróðlegar myndir af Gufunesstöðinni á fyrstu árum hennar en hún var reist 1935 og sinnti flugi, skipum og jeppamönnum í áratugi. Núna heitir stöðin Iceland Radio og þjónustar flug yfir Norður-Atlantshafið. Yfir 400 þúsund skeyti fara um stöðina á hverju ári.


Árið 2006 hóf stöðin samstarf við fjarskiptastöðina Shanwick Radio í Ballygirreen á Írlandi og hefur sinnt þjónustu í írska flugstjórnarsvæðinu í samvinnu við þarlenda fjarskiptastöð. Jafnframt getur írska fjarskiptastöðin veitt stuðning við starfsemi Iceland Radio í íslenska flugstjórnarsvæðinu. 


Á heimasíðu Isavia segir: „Árlega berast um 400.000 skeyti um stöðina auk þess sem að enn fleiri skeytum er miðlað um AFTN/AMHS skeytarofa.“


Ennfremur segir: „Fjarskiptastöðin veitir talþjónustu á stuttbylgjum og metrabylgjum í íslenska flugstjórnarsvæðinu. Fjarskiptin fara fram á ensku og felast í því að senda og taka við skeytum til að tryggja öryggi flugvéla á leið sinni yfir Norður Atlantshafið. Fjarskiptamenn bera á milli staðarákvarðanir flugvéla, hæða-, hraða- og leiðabreytingar, veðurskeyti, upplýsingar um lendingarskilyrði flugvalla, neyðarboð frá flugvélum, upplýsingar til og frá flugrekendum, ásamt því að veita talsamskipti við flugumsjón flugfélaga ofl.


Skeytum frá flugvélum er dreift eftir atvikum til flugstjórnarmiðstöðva, veðurstofu, flugvalla og flugrekenda. Hlutverk Fjarskiptamanna er að tryggja stöðugt fjarskiptasamband við flugvélar og úthluta viðeigandi fjarskiptatíðnum hverju sinni.“


Starfsemi fjarskiptastöðvarinnar skiptist í tvö meginsvið:

  1. Talviðskipti við flugvélar (Aeronautical Mobile Service - AMS)
  2. Rekstur á AFTN/AMHS skeytarofa (Aeronautical Fixed Service - AFS).


Talviðskipti við flugvélar er umfangsmikil starfsemi sem krefst töluverðs mannafla. Í flugleiðsögu á úthafinu sér fjarskiptastöðin Iceland Radio um talviðskipti við flugmenn nema þegar flugvélar eru í kögunarþjónustu (ratsjár/ADS-B) hjá flugumferðarstjórn.

Algengar þjónustur talviðskipta eru:

  • Tilkynningar um staðarákvarðanir flugvéla.
  • Beiðnir um breytingar á flughæðum eða flugleiðum.
  • Afgreiðsla flugheimilda frá flugstjórnarmiðstöð.
  • Veðurupplýsingar.
  • Upplýsingar til aðgerðastjórnstöðva flugrekenda.
  • Tíðniúthlutun og selcal.

„Flugmenn geta óskað eftir talsamandi við flugumsjón og læknavakt Medlink þegar þörf krefur. Fjarskiptastöðin getur komið á talsambandi við viðkomandi flugumsjónaraðila eða læknavakt hjá Medlink um HF sambönd við landlínu. Óska þarf eftir slíku talsambandi á vinnutíðni fjarskiptastöðvarinnar,“ segir á heimasíðu Isavia.


Share by: