GR: Unglingastarfið og ECCO-púttmótaröðin 2025

17. febrúar 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
Það er öflugt starf hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og eru kylfingar farnir að hlakka til sumarsins. Opnað hefur verið fyrir skráningar í barna- og unglingastarf klúbbsins fyrir árið 2025.

Gengið er frá skráningu og greiðslu í barna- og unglingastarfið í gegnum XPS félagakerfi og er hægt að nýta frístundastyrk sveitarfélaganna til greiðslu.

Þá er ECCO-púttmótaröðin í fullum gangi og var fjórða umferðin spiluð á dögunum. „Ásgeir Karlsson, í liði 7, og Óliver Hlynsson, liði 32, léku best í fjórðu umferð, eða á 53 púttum, sem er mjög gott skor þar sem menn vildu meina að völlurinn hefði verið með erfiðasta móti þó þeir tækju ekki eftir því. Lið 7, með Ásgeir innanborðs, lék best um á 108 púttum,“ segir í frétt á heimasíðu GR.

Hún er hörð keppnin á ECCO-púttmótaröð GR og flatirnar erfiðar.

Lið 7 stóð sig best um síðustu helgi.

Share by: