Eru alltaf jólin? Hvenær á að taka jólaskrautið niður?

17. febrúar 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Hvernær á að taka jólaskrautið niður?  Það er stundum haft á orði að það séu ekki alltaf jólin - eða hvað? Víða má enn sjá jólaskraut, sem hengt var upp til hátíðarbrigða í endaðan nóvember, í fullum skrúða þótt komið sé fram í miðjan febrúar. Vissulega eru engar reglur eða siðir til um það hvenær eigi að taka niður jólaskrautið, það hefur það hver með sínum hætti. Hér áður var oftast miðað við að taka skrautið niður fljótlega eftir þrettándann; að þá væru jólin búin.


Mörgum finnst raunar að það sé mikill munur á því hvort skrautið sé einlitt, með hvítum perum, eða perum í öllum regnbogans litum. Að það sé í lagi að hafa jólaskraut með þeim hvítu lengur uppi enda veiti ekki af að lýsa upp skammdegið.


Líklegast urðu kaflaskil í jólaskrauti utandyra árið 2008 eftir bankahrunið þá fyrr um haustið. Þá var hvatt til þess að hnípin þjóð í vanda hefði skrautið lengur uppi og leyfði ljósadýrðinni að lifa lengur og vel inn í nýtt ár. Ekki veitti af upp á sálartetrið.


Allt er þetta gott og blessað - en hvenær hættir litskrúðugt jólaskraut, sem sett er upp í byrjun aðventunnar, að vera jólaskraut og verður þess í stað að almennri lýsingu? Það er nú það!

Sumum finnst munur á því hvort jólaskrautið sé marglita eða einlita - og þá í hvítum lit. Að það sé í lagi að hafa

hvítu perurnar miklu lengur uppi og að sú lýsing breytist þá í almenna lýsingu.

Vissulega falleg jólaskreyting þótt komið sé fram í miðjan febrúar. En hvenær á að taka

jólaskrautið niður ef það er ekki gert skömmu eftir þrettándann?

Jólin eru svo sannarlega hátíð ljóssins - og hvers vegna ekki að láta jólaskrautið lýsa sem lengst; lýsa upp

skammdegið? Það er sjónarmið. Það verður hver að hafa þetta með sínum hætti.

Share by: