Í Grafarvogi: Gylfi Dalmann prófessor náði frábærri mynd af friðarsúlu Lennons

17. febrúar 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, prófessor við viðskiptadeild Háskóla Íslands, náði fyrir jól frábærri mynd af Friðarsúlunni í Viðey.


Hann var að vitja leiða í Gufuneskirkjugarði þegar þetta einstaka sjónarhorn blasti við honum; Friðarsúlan böðuð í norðurljósunum. Gylfi skrifar með myndinni: „Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku...orti Steinn Steinarr.“


Friðarsúlan er útilistaverk eftir Yoko Ono og var reist árið 2007. Ljós súlunnar tendra himininn jafnan frá 9. október, sem var fæðingardagur Johns Lennon, til 8. desember sem var dánardagur hans.


Þess má geta að Gylfi hefur sérhæft sig í vinnumarkaðsfræðum og telst einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar á því sviði. Hann var knattspyrnumaður í KR á yngri árum og formaður félagsins um árabil.



Share by: