Vertu til þegar vorið kallar á þig! Allt marautt eftir góða gusu í byrjun þorrans

17. febrúar 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Vor í lofti? Það er stundum sagt um veðrið á Íslandi að það séu blikur á lofti, það sé allra veðra von, veðrið sé eins konar sýnishorn og að fljótt skipist veður í lofti. Það er margt til í því. Veðrabrigðin geta verið lítt fyrirsjáanleg. Rigning að morgni, sól í hádeginu, snjókoma síðdegis, slydda um kvöldmat og allt orðið marautt um miðnættið.


Við bregðum hér nokkrum myndum af tíðinni undanfarnar vikur. Falleg jólastjarnan blasti við í byrjun árs í svolitlu „gluggaveðri“. Þá komu nokkrir dagar með undirfögru sólsetri. Eftir það var það svarthvíta hetjan mín, nein
svarthvíta Esjan mín í nokkra daga. Aftur gerði snjórinn vart við sig 23. janúar - og það sem meira var; allt fór á kaf með fallegum „jólasnjó“ þannig að greinar svignuðu undan álaginu.


Í lok mánaðarins var það ekki aðeins þorraþrællinn heldur líka þorraþrældómur; það þurfti að þræla sér út við að moka bílum úr stæðum með þeim orðum að það væri nú einu sinni vetur og þorrinn sjálfur allsráðandi.


SÚ GULA HÆKKAR HRESSILEGA Í FEBRÚAR


En með hækkandi sól verður allt bjartara; sú gula hækkar um talsvert meira en hænuskref í febrúar. Enda sýndi það sig í gönguferðinni við Gullinbrú laugardaginn 8. febrúar að sólin var hærra á lofti og birtan varði lengur. Á veðurútkikkinu þriðjudaginn 11. febrúar var hins vegar allt orðið marautt, sjö stiga hiti úti og nánast sumarveður. Það þarf ekki meira til að gleðja guma.


Munum að er á meðan er og njótum. Með hækkandi sól verður allt auðveldarara og við erum til þegar vorið kallar á okkur.

Jólastjarna skín og svolítið gluggaveður laugardaginn 4. janúar.

Svo komu nokkrir dagar með undirfögru sólsetri. (8. janúar).

Svarthvíta hetjan mín er svarthvíta Esjan mín.  (Föstudagurinn 17. jan.)

Snjókorn höfðu fallið og tré svignuðu undan álaginu - líkt og við mannfólkið. (Þriðjudagurinn 28. jan.)

Þorraþræll og þorraþrældómur. Menn þurfti þræla sér út við að moka bílum úr stæðum. (29. janúar).

Djásn Grafarvogsbúa - kirkjan í fallegum vetrarskrúða.  (29. janúar).

Við Gullinbrú laugardaginn 8. febrúar og vogurinn skartar sínu fegursta í blankalogni.

Share by: