Fjölnisstelpan Emilía Sigurðardóttir sigurvegari á Barnaskákmóti KR

26. mars 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
TIL HAMINGJU. Emilía Sigurðardóttir í Rimaskóla sigraði með glæsibrag á Barnaskákmóti KR um síðustu helgi. Hún vann allar sínar skákir og lenti ein í efsta sæti. Þetta var glæsilegt skákmót hjá KR-ingum og auðvitað boðið upp á pítsur og síðan var teflt af miklum eldmóð í tveimur flokkum.
 
Emilía er ein virkasta skákkona landsins á barnaskólaaldri og náði verðlaunasæti á síðustu Bikarsyrpu TR fyrr í mánuðinum.

Emilía er í einstökum hópi Rimaskólastúlkna sem hafa verið nær ósigrandi á öllum grunnskólamótum. Til hamingju Emilía með glæsilegan sigur!
Share by: