Baráttan er hafin: Sundagöng frekar en Sundabraut

25. mars 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

SUNDAGÖNG í stað Sundabrautar. Stofnaður hefur verið baráttuhópur á Facebook fyrir því að byggja frekar jarðgöng - Sundagöng - en Sundabraut. Grafarvogsbúinn og þingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal þeirra sem standa  fremstir í flokki fyrir þessu baráttumáli sem svo sannarlega snertir alla Grafarvogsbúa. Guðlaugur hefur látið gera meðfylgjandi teikningu af hugsanlegri leið jarðgangnanna.


FB-síða hópsins má finna hér með því að smella - annars er hún þessi: https://www.facebook.com/share/1KkSrDnVK3/


FRÁ LAUGARNESI UPP Á KJALARNES

Á síðunni segir: „Þetta eru jarðgöng sem myndu liggja frá Laugarnesi upp á Kjalarnes og kæmu í stað fyrirhugaðra Sundabrautar. Hafa mætti munna við Laugarnes, Viðey, Grafarvog, Geldinganes, Mosfellsbæ, Álfsnes og á Kjalarnesi.


Heildarkostnaður við brúarleiðina var árið 2021 metinn um 69 milljarðar króna, samanborið við 83 milljarða króna fyrir jarðgöng. Tölur hafa hækkað síðan en þetta er hlutfallslega ekki mikill munur þegar gæði og notaðgildi eru borin saman og litið til framtíðar.


Jarðgöng eru mun betri kostur út frá umhverfissjónarmiðum og notagildi. Þau draga úr sjónrænum áhrifum, varðveita byggingarland í Reykjavík og Mosfellsbæ, stuðla að betri hljóðvist og stytta leiðina meira en braut.


Mikilvægt er að Sundagöng verði skoðuð betur sem valkostur við Sundabraut áður en endanleg ákvörðun um framkvæmdir er tekin.“ - JGH

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og Grafarvogsbú. Hér er hann á hinum funheita íbúafundi í Grafarvogi um daginn þar sem tillögum um breytt aðalskipulag og þéttingu byggðar í Grafarvogi var hafnað all hressilega.

Share by: