Bókun gegn þéttingarstefnu í Grafarvogi felld á borgarstjórnarfundi – sagt trúnaðarmál!

19. febrúar 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtali við Morgunblaðið að meirihluti borgarstjórnar hafi greitt atkvæði gegn því á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins legðu fram bókun gegn ofurþéttingarstefnu vinstriflokkanna í Grafarvogshverfinu. Ástæðan? Jú, málið var sagt trúnaðarmál. Kjartan segir það engan veginn standast sveitarstjórnarlög.


Bókunin var um þá afstöðu Sjálfstæðisflokksins að það væri algerlega óviðunandi að svokallað húsnæðisátak í Grafarvogi yrði þvingað fram á forsendum ofurþéttingarstefnu vinstriflokkanna og slíkar hugmyndir þyrfti að útfæra í góðri sátt og með raunverulegu samráði við íbúa viðkomandi hverfa.


Um að þétting byggðar í Grafarvogi geti talist trúnaðarmál, segir Kjartan það óskiljanlegt og enga nauðsyn beri til að halda svo mikilvægum upplýsingum frá almenningi.


Í bókuninni – sem ekki fékkst jú lögð fram - segir að taka þurfi ríkt tillit til staðaranda Grafarvogshverfis og hagsmuna íbúanna, t.d. með því að ganga ekki á græn svæði sem mörg hver séu rótgróin og ein helsta ástæða þess að fólk hafi valið hverfið til búsetu.  


Loks segir Kjarta að höfnunin meirihlutans gangi í berhögg við 26. grein sveitarstjórnarlaga þar sem kveðið er á um að þeir sem hafi rétt til að taka þátt í umræðum í sveitarstjórn eigi rétt á að fá stuttar athugasemdir bókaðar í fundargerð um afstöðu til þeirra mála sem eru til umræðu.


Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Höfnun meirihlutans á bókun okkar

stenst engan veginn 26. grein sveitarstjórnarlaga. 

Fréttin í Morgunblaðinu um að bókun gegn þéttingarstefnunni hafi

ekki fengist lögð fram á borgarstjórnarfundinum.

Share by: