VERÖLD SEM VAR. Gamla myndin. Það er nú svolítið síðan að þessi mynd var tekin en mikið er gaman að rýna í hana. Það er Guðbjartur Walter H. Ólafsson sem birtir hana á Facebook. Þarna má sjá Húsgagnahöllina og háhýsi Íslenskra aðalverktaka. Prentsmiðjan Oddi er þar fyrir neðan. Fremst á myndinni til hægri er húnsæði Osta- og smjörsölunnar.
Engin er byggðin í Grafarvogi og að sjálfsögðu engin Gullinbrú en hafist var handa við gerð hennar eftir kosningarnar 1982 þegar Davíð Oddsson vann kosningasigur meðal annars út á að byggja meðfram ströndinni og reisa nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík, Grafarvog. Sjálfur giska ég á að myndin sé tekin í kringum 1973.