Eftir Jón G. Hauksson 4. september 2025
Það vekur furðu allra að önnur beygjuakreinin af tveimur af Höfðabakkanum inn á Bæjarhálsinn hafi verið aflögð. Það sem meira er; núna er græna beygjuljósið inn á Bæjarhálsinn svo stutt að aðeins fjórir til fimm bílar komast þarna yfir í hvert skipti. Fyrir vikið er þarna núna fullkomið „skipulagt kaos“ og orðið mjög erfitt á annatímum að aka upp afleggjarann til hægri við Höfðabakkabrúna á leið í Árbæinn. Það hefði verið leikur einn að hafa beygjuakreinarnar inn á Bæjarhálsinn áfram tvær með því að búa til fjórðu akreinina, sérstaka beygjuakrein inn í Ártúnsholtið og nýta þetta rými sem við sjáum á myndinni - og sem nú hefur verið fyllt upp af mold og möl. Hvers vegna í ósköpunum var það ekki nýtt sem beygjuakrein inn í Ártúnsholtið og nóta bene; höfð þarna áfram biðskylda? Það er svo augljóslega verið að búa til tafir. Á Höfðabakkabrúnni sjálfri - þarna rétt fyrir neðan - er einmitt akreinin lengst til hægri beygjuakrein niður í bæ og hefur gefist vel. Að vísu er hún með ljós en það breytir því ekki að þessi akrein eykur mjög á flæðið í umferðinni yfir brúna. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 4. september 2025
Það vekur furðu allra að önnur beygjuakreinin af tveimur af Höfðabakkanum inn á Bæjarhálsinn hafi verið aflögð. Það sem meira er; núna er græna beygjuljósið inn á Bæjarhálsinn svo stutt að aðeins fjórir til fimm bílar komast þarna yfir í hvert skipti. Fyrir vikið er þarna núna fullkomið „skipulagt kaos“ og orðið mjög erfitt á annatímum að aka upp afleggjarann til hægri við Höfðabakkabrúna á leið í Árbæinn. Það hefði verið leikur einn að hafa beygjuakreinarnar inn á Bæjarhálsinn áfram tvær með því að búa til fjórðu akreinina, sérstaka beygjuakrein inn í Ártúnsholtið og nýta þetta rými sem við sjáum á myndinni - og sem nú hefur verið fyllt upp af mold og möl. Hvers vegna í ósköpunum var það ekki nýtt sem beygjuakrein inn í Ártúnsholtið og nóta bene; höfð þarna áfram biðskylda? Það er svo augljóslega verið að búa til tafir. Á Höfðabakkabrúnni sjálfri - þarna rétt fyrir neðan - er einmitt akreinin lengst til hægri beygjuakrein niður í bæ og hefur gefist vel. Að vísu er hún með ljós en það breytir því ekki að þessi akrein eykur mjög á flæðið í umferðinni yfir brúna. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 4. september 2025
Slætti er lokið í Grafarvoginum. Það var slegið þrisvar sinnum í sumar. Sláttuvélarnar og rokkarnir þögnuðu um miðjan ágúst. Ennþá er hins vegar ágæt spretta og finnst ýmsum að sláttuvélunum hafi verið lagt fullsnemma. Grafarvogur.net hafði samband við Hjalta Jóhannes Guðmundsson , skrifstofustjóra borgarlands, sem staðfesti að slætti væri lokið í Grafarvogi og að slegið hefði verið þrisvar í sumar á þeim svæðum sem til stóð að slá. Mjög skiptar skoðanir eru á meðal íbúa Grafarvogs á tilraunaverkefninu „Viljandi villt“ þar sem grasivaxnar hljóðmanar og brekkur hafa viljandi ekki verið slegnar heldur grasið látið vaxa villt. Mörgum finnst þetta fráleitt og ósnyrtilegt, sérstaklega þegar njólinn tekur yfir, á meðan aðrir lofa þessa stefnu.
Eftir Jón G. Hauksson 3. september 2025
Grafarvogur.net gerði smá tilraun um þrjúleytið í dag og kannaði hversu lengi það tæki að aka um þrjú hundruð metra kafla frá Höfðabakkabrúnni upp Höfðabakkann og taka vinstri beygju inn á Bæjarhálsinn í Árbænum. Aðeins fjórir til fimm bílar komust yfir í hvert skipti á ljósunum til vinstri inn á Bæjarhálsinn. Og tíminn! Viti menn; það tók mig um 9 mínútur að fara þessa stuttu leið. Það var allt stíflað. Samt ekki kominn háannatími. Bílar sem komu frá Ártúnsbrekkunni og beygðu til hægri við Höfðabakkabrúna á leið sinni í Árbæinn eða Breiðholtið áttu nánast engan séns að komast inn á Höfðabakkann. Þess utan þveruðu bílar í röðinni upp Höfðabakkann fyrir bíla sem komu frá Ártúnsbrekkunni og beygt var til vinstri niður í Grafarvoginn. Gatnamótin við Höfðabakann og Bæjarhálsins hafa oft verið erfið á annatímum en ekki verður annað séð en þær breytingar sem þarna hafa verið gerðar tefji umferðina frá því sem áður var og stækki á flöskuhálsinn. Það er í raun algjörlega óskiljanlegt að ekki séu áfram tvær beygjuakreinar í Árbæinn og að fjórðu akreininni við gatnamótin hafi ekki verið bætt við - þ.e. akrein sem hefði verið til hægri inn á Ártúnsholtið. Svona svipuð akrein og sú sem er yst til hægri á brúnni sjálfri - þ.e. akreininin sem liggur niður í bæ. Þarna virðist rými til þess. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 29. ágúst 2025
Framkvæmdir við lögnina sem bilaði sl. nótt voru á fullu þegar Grafarvogur.net leit á svæðið á áttunda tímanum í kvöld. Verið var að skipta um heitavatnsrör. Þetta er kvöld suðumanna og annarra hetja. Að sögn starfsmanna á staðnum voru allar líkur á að þetta hefðist fyrir miðnætti en Veitur gáfu út fréttatilkynningu skömmu fyrir kvöldmat að ólíklegt væri að hægt yrði að hleypa vatni á Grafarvoginn fyrr en nálægt miðnætti í kvöld. Í rauninni er um tvær bilanir að ræða og virðist einfaldlega að tími sé kominn á rörin og skipta þurfi um ný. Vantar viðhald. Viðgerð var lokið við aðra bilunina. Ausandi rigning - veðrið mætti vera betra fyrir svona viðgerð, sögðu suðumenn. Það verður víða farið í sturtu á morgun í Grafarvoginum. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 29. ágúst 2025
Mikið fjölmenni var við útför Elínar Pálsdóttur, eiginkonu Vigfúsar Þórs, frá Grafarvogskirkju í dag. Athöfnin var einstaklega falleg og látlaus og í anda Elínar sjálfrar. Ég átti þess kost að kynnast Elínu þegar ég sat í sóknarnefnd Grafarvogskirkju í um tíu ára skeið. Hér fór einstök sómakona sem nú hefur kvatt; þægileg, látlaus, viðræðugóð og kom miklu í verk - og það mjög áreynslulaust. Hún var fyrsti formaður Safnaðarfélagsins og lagði sig alla fram við að byggja sóknina upp ásamt eiginmanni sínum, séra Vigfúsi Þór. Samfélagið hér í Grafarvogi á þeim hjónum mikið að þakka. Prestar voru Guðrún Karls Helgudóttir , biskup Íslands, og séra Sigurður Arnarson , sóknarprestur í Kópavogskirkju, en hann starfaði hér á fyrstu árum safnaðarins. Sigurður flutti minningarorðin sem einkenndust af því hversu vel hann þekkti Elínu. Blessuð sé minning Elínar Pálsdóttur. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 29. ágúst 2025
Útför Elínar Pálsdóttur, eiginkonu Vigfúsar Þórs Árnasonar, verður frá Grafarvogskirkju í dag kl. 13:00. Fjöldi minningargreina eru um Elínu í Morgunblaðinu í morgun. Elín var ein styrkasta stoð safnaðarfélagsins í Grafarvogssókn allt frá því það var stofnað. Grafarvogur.net vottar börnum og fjölskyldu Elínar innilegrar samúðar. Meðfylgjandi opnunarmynd er fengin úr bókinni Grafarvogssókn 25 ára sem kom út árið 2014 á 25 ára afmæli sóknarinnar. Þar var mjög fróðlegt viðtal við Elínu. Á myndinni er hún með dætrum sínum Björgu og Þórunni Huldu, frú Agnesi M. Sigurðardóttur, þáverandi biskupi Íslands, og eiginmanninum Vigfúsi Þór en hún var svo sannarlega stoð hans og stytta alla tíð í starfi hans sem sóknarprests Grafarvogskirkju. Blessuð sé minning Elínar Pálsdóttur. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 29. ágúst 2025
HEITAVATNSLAUST. Vegna viðgerðar á lögn sem bilaði í nótt er heitavatnslaust í öllum Grafarvogi. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum. (Sjá frétt frá Orkuveitunni). Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Við munum uppfæra á hér hvernig gengur. Ekki er hægt að segja hversu lengi lokunin varir.
Skoða fleiri fréttir
Eftir Jón G. Hauksson 4. september 2025
Slætti er lokið í Grafarvoginum. Það var slegið þrisvar sinnum í sumar. Sláttuvélarnar og rokkarnir þögnuðu um miðjan ágúst. Ennþá er hins vegar ágæt spretta og finnst ýmsum að sláttuvélunum hafi verið lagt fullsnemma. Grafarvogur.net hafði samband við Hjalta Jóhannes Guðmundsson , skrifstofustjóra borgarlands, sem staðfesti að slætti væri lokið í Grafarvogi og að slegið hefði verið þrisvar í sumar á þeim svæðum sem til stóð að slá. Mjög skiptar skoðanir eru á meðal íbúa Grafarvogs á tilraunaverkefninu „Viljandi villt“ þar sem grasivaxnar hljóðmanar og brekkur hafa viljandi ekki verið slegnar heldur grasið látið vaxa villt. Mörgum finnst þetta fráleitt og ósnyrtilegt, sérstaklega þegar njólinn tekur yfir, á meðan aðrir lofa þessa stefnu.
Eftir Jón G. Hauksson 3. september 2025
Grafarvogur.net gerði smá tilraun um þrjúleytið í dag og kannaði hversu lengi það tæki að aka um þrjú hundruð metra kafla frá Höfðabakkabrúnni upp Höfðabakkann og taka vinstri beygju inn á Bæjarhálsinn í Árbænum. Aðeins fjórir til fimm bílar komust yfir í hvert skipti á ljósunum til vinstri inn á Bæjarhálsinn. Og tíminn! Viti menn; það tók mig um 9 mínútur að fara þessa stuttu leið. Það var allt stíflað. Samt ekki kominn háannatími. Bílar sem komu frá Ártúnsbrekkunni og beygðu til hægri við Höfðabakkabrúna á leið sinni í Árbæinn eða Breiðholtið áttu nánast engan séns að komast inn á Höfðabakkann. Þess utan þveruðu bílar í röðinni upp Höfðabakkann fyrir bíla sem komu frá Ártúnsbrekkunni og beygt var til vinstri niður í Grafarvoginn. Gatnamótin við Höfðabakann og Bæjarhálsins hafa oft verið erfið á annatímum en ekki verður annað séð en þær breytingar sem þarna hafa verið gerðar tefji umferðina frá því sem áður var og stækki á flöskuhálsinn. Það er í raun algjörlega óskiljanlegt að ekki séu áfram tvær beygjuakreinar í Árbæinn og að fjórðu akreininni við gatnamótin hafi ekki verið bætt við - þ.e. akrein sem hefði verið til hægri inn á Ártúnsholtið. Svona svipuð akrein og sú sem er yst til hægri á brúnni sjálfri - þ.e. akreininin sem liggur niður í bæ. Þarna virðist rými til þess. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 29. ágúst 2025
Framkvæmdir við lögnina sem bilaði sl. nótt voru á fullu þegar Grafarvogur.net leit á svæðið á áttunda tímanum í kvöld. Verið var að skipta um heitavatnsrör. Þetta er kvöld suðumanna og annarra hetja. Að sögn starfsmanna á staðnum voru allar líkur á að þetta hefðist fyrir miðnætti en Veitur gáfu út fréttatilkynningu skömmu fyrir kvöldmat að ólíklegt væri að hægt yrði að hleypa vatni á Grafarvoginn fyrr en nálægt miðnætti í kvöld. Í rauninni er um tvær bilanir að ræða og virðist einfaldlega að tími sé kominn á rörin og skipta þurfi um ný. Vantar viðhald. Viðgerð var lokið við aðra bilunina. Ausandi rigning - veðrið mætti vera betra fyrir svona viðgerð, sögðu suðumenn. Það verður víða farið í sturtu á morgun í Grafarvoginum. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 29. ágúst 2025
Mikið fjölmenni var við útför Elínar Pálsdóttur, eiginkonu Vigfúsar Þórs, frá Grafarvogskirkju í dag. Athöfnin var einstaklega falleg og látlaus og í anda Elínar sjálfrar. Ég átti þess kost að kynnast Elínu þegar ég sat í sóknarnefnd Grafarvogskirkju í um tíu ára skeið. Hér fór einstök sómakona sem nú hefur kvatt; þægileg, látlaus, viðræðugóð og kom miklu í verk - og það mjög áreynslulaust. Hún var fyrsti formaður Safnaðarfélagsins og lagði sig alla fram við að byggja sóknina upp ásamt eiginmanni sínum, séra Vigfúsi Þór. Samfélagið hér í Grafarvogi á þeim hjónum mikið að þakka. Prestar voru Guðrún Karls Helgudóttir , biskup Íslands, og séra Sigurður Arnarson , sóknarprestur í Kópavogskirkju, en hann starfaði hér á fyrstu árum safnaðarins. Sigurður flutti minningarorðin sem einkenndust af því hversu vel hann þekkti Elínu. Blessuð sé minning Elínar Pálsdóttur. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 29. ágúst 2025
Útför Elínar Pálsdóttur, eiginkonu Vigfúsar Þórs Árnasonar, verður frá Grafarvogskirkju í dag kl. 13:00. Fjöldi minningargreina eru um Elínu í Morgunblaðinu í morgun. Elín var ein styrkasta stoð safnaðarfélagsins í Grafarvogssókn allt frá því það var stofnað. Grafarvogur.net vottar börnum og fjölskyldu Elínar innilegrar samúðar. Meðfylgjandi opnunarmynd er fengin úr bókinni Grafarvogssókn 25 ára sem kom út árið 2014 á 25 ára afmæli sóknarinnar. Þar var mjög fróðlegt viðtal við Elínu. Á myndinni er hún með dætrum sínum Björgu og Þórunni Huldu, frú Agnesi M. Sigurðardóttur, þáverandi biskupi Íslands, og eiginmanninum Vigfúsi Þór en hún var svo sannarlega stoð hans og stytta alla tíð í starfi hans sem sóknarprests Grafarvogskirkju. Blessuð sé minning Elínar Pálsdóttur. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 29. ágúst 2025
HEITAVATNSLAUST. Vegna viðgerðar á lögn sem bilaði í nótt er heitavatnslaust í öllum Grafarvogi. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum. (Sjá frétt frá Orkuveitunni). Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Við munum uppfæra á hér hvernig gengur. Ekki er hægt að segja hversu lengi lokunin varir.
Sjá fleiri fréttir

Eftir Jón G. Hauksson 4. september 2025
Það vekur furðu allra að önnur beygjuakreinin af tveimur af Höfðabakkanum inn á Bæjarhálsinn hafi verið aflögð. Það sem meira er; núna er græna beygjuljósið inn á Bæjarhálsinn svo stutt að aðeins fjórir til fimm bílar komast þarna yfir í hvert skipti. Fyrir vikið er þarna núna fullkomið „skipulagt kaos“ og orðið mjög erfitt á annatímum að aka upp afleggjarann til hægri við Höfðabakkabrúna á leið í Árbæinn. Það hefði verið leikur einn að hafa beygjuakreinarnar inn á Bæjarhálsinn áfram tvær með því að búa til fjórðu akreinina, sérstaka beygjuakrein inn í Ártúnsholtið og nýta þetta rými sem við sjáum á myndinni - og sem nú hefur verið fyllt upp af mold og möl. Hvers vegna í ósköpunum var það ekki nýtt sem beygjuakrein inn í Ártúnsholtið og nóta bene; höfð þarna áfram biðskylda? Það er svo augljóslega verið að búa til tafir. Á Höfðabakkabrúnni sjálfri - þarna rétt fyrir neðan - er einmitt akreinin lengst til hægri beygjuakrein niður í bæ og hefur gefist vel. Að vísu er hún með ljós en það breytir því ekki að þessi akrein eykur mjög á flæðið í umferðinni yfir brúna. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 4. september 2025
Slætti er lokið í Grafarvoginum. Það var slegið þrisvar sinnum í sumar. Sláttuvélarnar og rokkarnir þögnuðu um miðjan ágúst. Ennþá er hins vegar ágæt spretta og finnst ýmsum að sláttuvélunum hafi verið lagt fullsnemma. Grafarvogur.net hafði samband við Hjalta Jóhannes Guðmundsson , skrifstofustjóra borgarlands, sem staðfesti að slætti væri lokið í Grafarvogi og að slegið hefði verið þrisvar í sumar á þeim svæðum sem til stóð að slá. Mjög skiptar skoðanir eru á meðal íbúa Grafarvogs á tilraunaverkefninu „Viljandi villt“ þar sem grasivaxnar hljóðmanar og brekkur hafa viljandi ekki verið slegnar heldur grasið látið vaxa villt. Mörgum finnst þetta fráleitt og ósnyrtilegt, sérstaklega þegar njólinn tekur yfir, á meðan aðrir lofa þessa stefnu.
Eftir Jón G. Hauksson 3. september 2025
Grafarvogur.net gerði smá tilraun um þrjúleytið í dag og kannaði hversu lengi það tæki að aka um þrjú hundruð metra kafla frá Höfðabakkabrúnni upp Höfðabakkann og taka vinstri beygju inn á Bæjarhálsinn í Árbænum. Aðeins fjórir til fimm bílar komust yfir í hvert skipti á ljósunum til vinstri inn á Bæjarhálsinn. Og tíminn! Viti menn; það tók mig um 9 mínútur að fara þessa stuttu leið. Það var allt stíflað. Samt ekki kominn háannatími. Bílar sem komu frá Ártúnsbrekkunni og beygðu til hægri við Höfðabakkabrúna á leið sinni í Árbæinn eða Breiðholtið áttu nánast engan séns að komast inn á Höfðabakkann. Þess utan þveruðu bílar í röðinni upp Höfðabakkann fyrir bíla sem komu frá Ártúnsbrekkunni og beygt var til vinstri niður í Grafarvoginn. Gatnamótin við Höfðabakann og Bæjarhálsins hafa oft verið erfið á annatímum en ekki verður annað séð en þær breytingar sem þarna hafa verið gerðar tefji umferðina frá því sem áður var og stækki á flöskuhálsinn. Það er í raun algjörlega óskiljanlegt að ekki séu áfram tvær beygjuakreinar í Árbæinn og að fjórðu akreininni við gatnamótin hafi ekki verið bætt við - þ.e. akrein sem hefði verið til hægri inn á Ártúnsholtið. Svona svipuð akrein og sú sem er yst til hægri á brúnni sjálfri - þ.e. akreininin sem liggur niður í bæ. Þarna virðist rými til þess. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 29. ágúst 2025
Framkvæmdir við lögnina sem bilaði sl. nótt voru á fullu þegar Grafarvogur.net leit á svæðið á áttunda tímanum í kvöld. Verið var að skipta um heitavatnsrör. Þetta er kvöld suðumanna og annarra hetja. Að sögn starfsmanna á staðnum voru allar líkur á að þetta hefðist fyrir miðnætti en Veitur gáfu út fréttatilkynningu skömmu fyrir kvöldmat að ólíklegt væri að hægt yrði að hleypa vatni á Grafarvoginn fyrr en nálægt miðnætti í kvöld. Í rauninni er um tvær bilanir að ræða og virðist einfaldlega að tími sé kominn á rörin og skipta þurfi um ný. Vantar viðhald. Viðgerð var lokið við aðra bilunina. Ausandi rigning - veðrið mætti vera betra fyrir svona viðgerð, sögðu suðumenn. Það verður víða farið í sturtu á morgun í Grafarvoginum. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 27. ágúst 2025
Hinar miklu þrengingar sem settar voru upp á Höfðabakkabrú á mánudag í síðustu viku hafa verið fjarlægðar og staurinn fyrir hinu nýju umferðarljós kominn upp. Mikil óánægja hefur verið á meðal Grafarvogsbúa með hvað mikill seinagangur var á þessu verki - en lítið sem ekkert var unnið á miðeyjunni í síðustu viku eftir að þrengingarnar voru settar upp - þótt tekið hafi verið til hendinni um helgina og á mánudag. Þrengingarnar ullu miklum umferðartöfum. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 26. ágúst 2025
Ég staldraði við þessa tvo ofurtrukka á bílastæðinu við Gullnesti á dögunum. Auðvitað var allt saman kyrfilega bundið og trukkarnir tóku sitt svæði á stæðinu. Þetta eru miklir þungaflutningar, hugsaði ég með mér - og þó, þegar betur var að gáð. Farmurinn sennilega með þeim léttari sem þessir hafa flutt. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson 24. júlí 2025
GEGN ÞÉTTINGU. Hún er fróðleg könnunin sem Prósent gerði dagana 1. til 21. júlí um þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu og Vísir greinir frá . Alls segjast 56% landsmanna vera neikvæð gagnvart þéttingunni. Spurt var: Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu? Út frá búsetu sögðust 64% íbúa nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur neikvæð gagnvart þéttingunni, 56% íbúa Reykjavíkur og 52% íbúa landsbyggðarinnar . Sem kunnugt er hafa íbúar í Grafarvogi mótmælt harðlega áformum meirihlutans í borginni um að þétta byggð með miklu raski í grónum hverfum Grafarvogs og vega bæði að útivistarsvæðum og vegakerfinu. Nokkrir fjölmennir og kröftugir mótmælafundir hafa verið haldnir gegn þéttingarstefnunni en núna styttist í að borgaryfirvöld gangi frá deiliskipulaginu en hátt í tvö þúsund athugasemdir bárust frá Grafarvogsbúum í Skipulagsgáttina í vor. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 8. júlí 2025
VEL GERT! Það er fyllsta ástæða til að hrósa bæði Trausta Tómassyni fyrir að vekja athygli á því þegar óprúttið lið henti fallegum bekk út í sjó fyrir neðan göngustíginn í Hamrahverfinu í Grafarvogi og borginni sömuleiðis fyrir að bregðast fljótt og vel við og koma með nýjan bekk daginn eftir. Þessi gönguleið er einhver magnaðasta gönguleiðin á höfuðborgarsvæðinu og dásamlegt fyrir okkur Grafarvogsbúa að ganga þarna um og njóta útsýnisins yfir sundin blá. Trausti birti færslu á Facebook þar sem hann sagði að skemmdarverk hefðu verið unnið við göngustíginn. „Einn bekkurinn kominn út í sjó. Viðkomandi sem gerðu þetta hafa þurft að drekka í sig kjark, en tómur ölkassi er þar sem bekkurinn var áður. Nú ættu þeir sem þetta gerðu að sjá sóma sinn í því að ná í bekkinn og koma honum á sinn stað.“ Ekki svo að skilja að borgin hafi átt þarna hlut að máli en hún brást fljótt og vel við og setti þarna nýjan bekk daginn eftir - sem Trausti vakti athygli á og hrósaði borginni fyrir. Hrós á Trausta og borgina. Við Grafarvogsbúar viljum hafa hverfið okkar fallegt og vel snyrt í umhirðu - sem og að umgengni sé til fyrirmyndar. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 27. júní 2025
TRUMP OG ÞORGERÐUR KATRÍN. Skopmyndateiknari Morgunblaðsins nýtir sér ummæli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um Donald Trump Bandaríkjaforseta í mynd dagsins. Býsna skemmtileg mynd - þetta er jú skopmynd! Þær Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín hittu Trump á fundi Atlantshafsbandalagsins í Haag í Hollandi um síðustu helgi og áttu við hann stutt spjall. Hafði Þorgerður á orði við Vísi að karlinn væri nú heillandi. En þar sagði: „Þú hittir Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna?“ „Já, ég náði reyndar líka að taka í spaðann á honum Trump, hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það.“ Þess má geta að Svandís Svavarsdóttir , formaður Vinstri grænna, hjólaði í kjölfarið í Þorgerði Katrínu fyrir að kalla Donald Trump „heillandi“. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 18. júní 2025
FJALLKONAN. Grafarvogsbúinn Katrín Halldóra Sigurðardóttir var í hlutverki fjallkonu Reykjavíkur við hátíðarhöldin í höfuðborginni í gær. Hún flutti ávarp eft­ir Þór­dísi Helga­dótt­ur á Aust­ur­velli og lokaði þar með hátíðar­at­höfn­inni - eft­ir að Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti ávarpaði þaðan þjóðina í fyrsta sinn á þjóðhátíðar­degi. Sjá hér frétt mbl.is. Katrín Halldóra er löngu kunn sem leikari og söngkona en hún sló eftirminnilega í gegn í leikritinu Ellý sem sýnt var í Borgarleikhúsinu við metaðsókn. Þá hefur hún leyst Völu Kristínu Eiríksdóttur af í leiksýningunni Laddi og gert það mjög vel eins og hennar er von og vísa. Svo má ef til vill segja að vel hafi farið á því að Grafarvogsbúar ættu fjallkonu Reykjavíkur í ár - en Fjallkonuvegur er jú í Grafarvogi. (Meðfylgjandi mynd er fengin úr frétt mbl.is og ljósmyndari er Hákon.) - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 16. júní 2025
LÚPÍNAN. Jónas Ragnarsson, ritstjóri og íbúi í Grafarvogi, er með skemmtilegt innlegg á FB um lúpínuna þar sem hann segir að nú sé kominn sá tími þegar lúpínubreiður setji svip sinn á opin svæði í Grafarvogi, til dæmis milli Hallsvegar og Gagnvegar. Við grípum hér niður í færsluna: „Á þessu ári eru áttatíu ár síðan Hákon Bjarnason skógræktarstjóri kom úr fræsöfnunarferð til Alaska en þar óx lúpína „villt um allt“. Var talið að plantan gæti orðið góð til landgræðslu hér, sem raunin varð. Sumum finnst hún nokkuð ágeng en sumir segja að hún hopi eftir nokkur ár fyrir öðrum gróðri. Fyrir áratug var lúpína sögð þekja 0,3% landsins“ - JR/JGH
Eftir Jón G. Hauksson 12. júní 2025
ÍSLENSKI FÁNINN 110 ÁRA! Það er áhugaverð og skemmtileg aðsend grein eftir Snorra Snorrason í Morgunblaðinu í dag um íslenska fánann. „Stofndagur íslenska fánans er talinn 19. júní 1915 og á hann því 110 ára afmæli í ár 2025. Konungsúrskurður um sérfána fyrir Ísland er í raun frá 22. nóvember 1913 um gerð fánans, en gefinn út og staðfestur 1915,“ segir Snorri í grein sinni. Hann spyr síðan hvað það sé sem tengi okkur saman sem þjóð? Og svarar í raun spurningunni sjálfur. „Er það ekki landið, tungan, menningin, sagan og þjóðfáninn?“ bætir hann við. Við Grafarvogsbúar erum svo heppnir að eiga fremsta fánasafnara landsins, Ólaf Sverrisson íbúa í Hamrahverfinu. Hann á 215 fána og flaggar nánast á hverjum degi. Í umfjöllun um íslenska fánann birtum við að sjálfsögðu mynd af íslenska fánanum blakta við hún hjá Ólafi í Hamrahverfinu. - JGH