Ný bílaþvottastöð að rísa við Olís þar sem eitt sinn var banki

20. mars 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Verið er að reisa nýja bílaþvottastöð á stæði Olís við Gullinbrú. Þarna aka auðvitað margir framhjá á hverjum degi og hafa spurt sig hvað sé eiginlega í gangi. Svarið er komið; bílaþvottastöð. Eflaust verða viðtökurnar góðar - þetta er í „alfaraleið“.


Við sem erum frumbyggjar í Grafarvogi og höfum búið í hverfinu frá því á níunda áratugnum munum að þarna stóð eitt sinn lítið hús sem nýtt var sem banki; útibú Landsbankans. Það var fyrir tíma heimabankanna og eðlilega margur kúnninn sem lagði leið sína í litla útibúið og tók þátt í biðraðamenningunni - en um mánaðamót náðu biðraðirnar oftar en ekki út á planið.


Þarna voru samt aðeins þrír eða fjórir starfsmenn og sinntu líka bílalúgunni; það var nefnilega hægt að aka upp að lúgunni og afhenda reikningana en að vísu var ekki hægt að fá sér eina pylsu með öllu á meðan.


 Eitt sinn banki, nú þvottastöð. Sem sé peningar og þvottur - en að sjálfsögðu ekki peningaþvætti þótt bílar kosti skildinginn.

Þarna var eitt sinn lítill banki, útibú Landsbnakans. Lítið hús með þremur til fjórum starfsmönnum. Um mánaðamót náðu biðraðirnar oftar en ekki út á planið. Þetta var banki með bílalúgu - menn réttu bara reikningabunkann í gegnum lúguna.

Share by: