Grafarvogsbúinn, Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tilkynnti um tvöleytið í dag að hún muni gefa kost á sér í varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem fer fram nú um helgina.
Það stefnir því í spennandi kosningu á landsfundinum um kosningu varaformanns Sjálfstæðisflokksins en Jens Garðar Helgason, þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi tilkynnti um framboð sitt til varaformanns um síðustu helgi.
Dilja Mist er Grafarvogsbúi í húð og hár - alinn upp hér í Grafarvoginum.
Sjá myndband hér á FB-síðu Diljár.
Jens Garðar Helgason, þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.