Fárviðrið sem geisaði á landinu í síðustu viku, miðvikudaginn 5. febrúar, var með ýmsar birtingarmyndir. Veðurstofan sendi út rauða viðvörun fyrir allt landið og ekki oft sem það gerist; sú gula eða appelsínugulua er algengari.
Hægt var að fylgjast með veðrinu á Windy.com og hvernig lægðin nálgaðist landið og ygldi sig.
Kristinn Pétursson, útgerðarmaður á Bakkafirði og fyrrum alþingismaður, setti inn skemmtilega mynd á FB-síðu sína og sagði að lægðarmiðjan liti út eins og „geðvondur steinbítur í kasti“. Sjá hér.