14 íbúðum troðið niður við ein erfiðustu gatnamót Grafarvogs

20. mars 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
Þetta eru ein erfiðustu gatnamótin í Grafarvogi. En hér á að troða niður 14 íbúðum; einbýli, raðhúsum og parhúsum. Við erum að tala um gatnamótin við Rimaflöt, Gufunesveg og Gullinbrú; gegnt Gullnesti og bensínstöð Orkunnar. 

Hér stendur til að strauja allt niður og byggja á þessum litla fleti - og þrengja þannig að gatnamótunum með nýjum íbúðum í stað þess að losa um þessi gatnamót og finna lausnir til að liðka til fyrir umferðinni.

Það er gert er ráð fyrir 20 þúsund nýjum íbúðum í landi Blikastaða (Mosfellsbæ), Keldna og Ártúnshöfða - og ekki má gleyma Geldinganesi og stækkun Bryggjuhverfis. Það mun reyna mjög á allt vegakerfi í Grafarvogi og aðra innviði á næstu árum og áratugum. 

Nei, nei, þá er ákveðið að þrengja að einum erfiðustu gatnamótunum í Grafarvogi með frekari byggð í stað þess að hugsa í lausnum og liðka til fyrir stóraukinni umferð bíla sem og hjólandi og gangandi vegfarenda á næstu árum.

Síðastliðið haust var þrengt að gatnamótunum með því að setja upp strætóskýli án þess að gera útskot. Þarna hefði frekar átt að setja þægilega hægri beygju inn á Rimaflötina til að liðka til fyrir umferðinni.

Fjórtán nýjum íbúðum troðið niður á þetta svæði alveg niður að Rimaflötinni. Hinn guli reiturinn, til hægri, eru væntanleg fjölbýlishús við Sóleyjarrima, alveg ofan í gömlu Gufunesstöðinni; nú Fjárskiptastöð Isavia.

Horft upp að horninu við gatnamótin. Þarna á að troða niður einu einbýlishúsi - að vísu ekki alveg ofan í gatnamótunum en nóg til þess að erfiðara verður að finna lausnir í framtíðinni til að liðka til fyrir mjög svo fyrirsjáanlegri og stóraukinni umferð.

Share by: