Síðastliðið haust var þrengt að gatnamótunum með því að setja upp strætóskýli án þess að gera útskot. Þarna hefði frekar átt að setja þægilega hægri beygju inn á Rimaflötina til að liðka til fyrir umferðinni.
Fjórtán nýjum íbúðum troðið niður á þetta svæði alveg niður að Rimaflötinni. Hinn guli reiturinn, til hægri, eru væntanleg fjölbýlishús við Sóleyjarrima, alveg ofan í gömlu Gufunesstöðinni; nú Fjárskiptastöð Isavia.
Horft upp að horninu við gatnamótin. Þarna á að troða niður einu einbýlishúsi - að vísu ekki alveg ofan í gatnamótunum en nóg til þess að erfiðara verður að finna lausnir í framtíðinni til að liðka til fyrir mjög svo fyrirsjáanlegri og stóraukinni umferð.