Hluthafaspjallið: Hver er framtíðarsýn Sýnar? Þarf Herdís að velja Síma-módelið?

5. febrúar 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

HLUTHAFASPJALLIÐ. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, stendur frammi fyrir mikilli áskorun í rekstrinum - sem og stjórn félagsins. Hver er einfaldlega framtíðarsýn Sýnar? Síminn er með meiri tekjur en Sýn, meiri hagnað og langtum færri starfsmenn. 


Í hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más Jónssonar, Hluthafaspjallinu, frá 30. janúar sl. á efnisveitunni  Brotkast.is ræddum við  þennan vanda Sýnar og bárum rekstur félagsins saman við Símann. Þar er sláandi mismunur. Frá því að þátturinn fór í loftið hefur Sýn sent frá sér afkomuviðvörun vegna minni tekna og rekstrarhagnaðar á árinu 2024.


Tekjur Sýnar voru 4 milljörðum minni en Símans fyrstu 9 mánuði síðasta árs og það munaði 1,1 milljarði á afkomu félaganna.


Það sem kannski stingur mest í augun er að starfsmenn Sýnar eru 458 á móti 299 hjá Símanum. Framleiðni hvers starfsmanns hjá Sýn er þar af leiðandi umtalsvert minni.


Það er því augljóslega verk að vinna hjá Herdísi. Við Sigurður Már veltum því upp hvort Herdís þurfi að taka upp Síma-módelið í rekstri Sýnar - en það gæti þýtt að leggja niður fréttastofu Stöðvar 2 þótt útvarpsrekstrinum yrði haldið áfram?


Við sýnum hér stutta klippu frá umræðum okkar Sigurðar - en þess má geta að Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, var gestur okkar í þessum þætti þótt hann hafi ekki komið að umræðunni um Sýn.


Hluthafaspjallið | S02E04 | Gjörbreytt afkoma Símans í samanburði við Sýn

https://www.youtube.com/watch?v=g6IEomHi_6Q


Share by: